


Vörurnar okkar
FERSKT KJÖT

FROSIN MATVARA


ÞURRVARA
Drykkir

OKKAR HEILDVERSLUN
Um okkur
Stjörnuvörur er ung og kraftmikil deild innan Stjörnugríss sem sérhæfir sig í innflutningi og heildsölu á helstu matvælum til stórfyrirtækja, veitingastaða og hótela.
Verð
Í hörðu og krefjandi rekstrarumhverfi skiptir innkaupsverð vöru miklu máli og því er okkar helsta markmið að bjóða allar helstu nauðsynjavörur á sem hagstæðustu verði. Einfaldleiki, lítil og látlaus yfirbygging sem og stíft kostnaðaraðhald er lykillinn að tryggja okkar viðskiptavinum bestu verð hverju sinni.
Gæði
Við höfum starfað lengi á matvælamarkaðnum og vitum að gæði fara aldrei úr tísku. Við bjóðum því einungis upp á fyrsta flokks gæðavörur og allir okkar birgjar eru valdir með það að leiðarljósi. Listin við að bjóða gæðavöru á hagstæðu verði er svo eitthvað sem við teljum hafa tekist í vörum frá Stjörnuvörum og það sama mun gilda um vörur okkar.
Þjónusta
Við bjóðum upp á ábyrga, skilvirka og góða þjónustu í samstarfi við okkar viðskiptavini. Með orðunum ábyrg þjónusta eigum við við að á tímum loftslagsbreytinga er samvinna á þessu sviði mikilvæg til að lágmarka óþarfa kolefnisfótspor og kostnað. Við leggjum áherslu á að lækka kostnað samhliða því að minnka kolefnisfótsporið sem er bæði okkur og okkar viðskiptavinum til hagsbóta.
Við erum sveigjanlegt fyrirtæki í lausnum og samvinnu. Hvort heldur sem það er verð, gæði eða þjónusta, þá gerum við betur.
Vörulistann uppfærum við reglulega í takt við breytingar á vöruúrvali okkar. Endilega vertu í samband við söludeild okkar í síma 531-3000 eða í tölvupósti sala@svinvirkar.is
Kveðja, Stjörnuvörur
